Stjórn og þjálfarar Rennes í Frakklandi eru alls ekki ánægðir þessa dagana vegna miðjumannsins Nemanja Matic.
Matic er þekkt nafn í knattspyrnuheiminum en hann hefur leikið fyrir bæði Chelsea og Manchester United.
Matic var losaður frá Roma á síðasta ári og skrifaði undir samning við Rennes þar sem hlutirnir hafa ekki gengið upp.
Matic reynir að komast burt frá franska félaginu eftir erfiða mánuði og lét ekki sjá sig á æfingum liðsins undir lok vikunnar.
Rennes gaf frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð Matic eru gagnrýnd en hann er samningsbundinn til ársins 2025.
Matic ku ekki vera að virða eigin samning hjá félaginu og er talinn vera ásamt fjölskyldu sinni í London.