Bolli Már Bjarnason er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út á föstudögum á 433.is, Hringbraut.is og undir hlekk Hringbrautar í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Bolli er í stjórn Þróttar og var rætt um þá athyglisverðu ráðningu fyrr í vetur á Ólafi Kristjánssyni sem þjálfara kvennaliðsins.
„Var þetta ekki óvæntasta þjálfararáðning ársins?“ spurði Bolli.
„Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég sá þetta,“ svaraði Hrafnkell áður en Bolli tók til máls á ný.
„Aðdragandinn var ekki langur. En hann er ekkert eðlilega nettur niðri í heimili. Það gerir helling að hafa Óla Kristjáns á svæðinu.“