Ari Freyr Skúlason er hættur við að hætta en það er Fótbolti.net sem vekur athygli á þessari frétt í dag.
Fótbolti.net vitnar þar í Fotbollskanalen í Svíþjóð en Ari gaf það út fyrr í vetur að skórnir væru komnir á hilluna.
Þessi 36 ára gamli leikmaður lék með Norrköping 2021 til 2023 en mun nú spila með liði Sylvia í fjórðu deild í Svíþjóð.
Ari er gríðarlega reynslumikill leikmaður en hann á að baki 83 landsleiki fyrir Ísland og spilaði fyrst árið 2009.
Á sínum atvinnumannaferli hefur Ari spilað fyrir Hacken, Sundsvall, OB, Lokeren, Oostende og Norrköping.