Hinn 18 ára gamli Roony Bardghji, sem spilar með FC Kaupmannahöfn, er eftirsóttum af stórliðum, þar á meðal Manchester City og Manchester United.
Football Insider segir frá þessu en bæði félög hafa sent fulltrúa á leiki þessa 18 ára gamla leikmanns undanfarið.
Bardghji, sem er sænskur, hefur skorað 11 mörk í 30 leikjum á þessari leiktíð fyrir FCK.
Hann skoraði til að mynda sigurmark FCK gegn Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Átti það stóran þátt í að koma Dönunum í 16-liða úrslit en United sat eftir í riðlinum.