Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að félagið geti ekki keypt Dominic Solanke framherja Bournemouth. Newcastle á nóg af peningum í gegnum eigendur sína en má þó ekki eyða þeim.
Vegna regluverks sem FIFA er með verður Newcastle að auka tekjur sínar til að geta farið að eyða stórum fjárhæðum á hverju ári.
„Við höfum ekki reynt að fá Solanke, við getum ekki keypt hann,“ segir Howe.
„Ég keypti hann til Bournemouth og hef miklar mætur á honum. Við höfum ekki sent neina fyrirspurn og við höfum ekki bolmagn til að kaupa leikmann í hans gæðaflokki í dag.“
Howe sagðist vera að skoða það að fá leikmenn á láni nú í janúar til að reyna að styrkja hópinn sinn.
⛔️🍒 Eddie Howe: “We didn’t make a move for Solanke, we can’t sign him”.
“I love Solanke, I signed him for Bournemouth and rate him very highly. But we have not made an inquiry for him and we don’t have the ability to sign a player of that level”. pic.twitter.com/nWfMEwXK20
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 12, 2024