Annie Kilner eiginkona Kyle Walker fer fram á skilnað eftir að hafa fengið skilaboð á öðrum degi jóla um að hann ætti tvö börn með sömu konunni.
Lauryn Goodman hefur ýjað að því að bæði börnin hennar eigi Kyle Walker, bakvörð Manchester City sem faðir.
Walker er einhleypur í dag en greint var frá því í gær Annie Kilner hefði ákveðið að slíta sambandi þeirra.
Þau hafa lengi verið gift og eiga þrjú börn saman en Kilner hefur fyrirgefið Walker ýmislegt. Walker yfirgaf hana í stutta stund árið 2019 og barnaði þá Goodman en Kilner tók aftur við honum.
Walker var svo gómaður nokkrum sinnum við að halda framhjá Kilner og svo virðist sem hann hafi barnað Goodman aftur.
Ensk blöð segja að Kilner hafi fengið skilaboð á öðrum degi jóla um að Walker ætti annað barn með Goodman og sparkaði hún honum út.
Kilner hefur ráðið til starfa lögfræðing sem sá um málefni Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney þegar hún vann sakamál gegn Rebekah Vardy.
Fjölskylda Kilner fagnar því að hún hafi loks sparkað Walker út sem hefur eins og fyrr segir gert ýmislegt af sér í gegnum árin.