Bolli Már Bjarnason er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út á föstudögum á 433.is, Hringbraut.is og undir hlekk Hringbrautar í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa á leiktíðinni og í vikunni var hann orðaður við enska úrvalsdeildarliðið West Ham.
„Það væri erfitt fyrir hann að segja nei við þessu,“ sagði Helgi.
Hrafnkell telur hann þurfa að taka margt inn í myndina áður en hann tekur ákvörðun um framtíðina.
„Það er margt í þessu. Á hann að klára tímabilið og fá betra tilboð þá? Kannski meiðist hann.
Genoa er nýbúið að missa sinn næstbesta leikmann, að mínu mati, í Dragusin. Þeir sjá kannski fram á það að geta fallið bara ef þeir losa Albert líka. Þeir eru ekki það öruggir,“ benti Hrafnkell einnig á, en Dragusin var seldur til Tottenham á dögunum.
Bolli tók til máls.
„Ég elska þegar menn eru loyal. Á hann ekki bara að halda áfram að negla inn mörkum þarna og halda sig kannski bara á Ítalíu?“
Umræðan í heild er í spilaranum.