Lauryn Goodman hefur ýjað að því að bæði börnin hennar eigi Kyle Walker, bakvörð Manchester City sem faðir.
Walker er einhleypur í dag en greint var frá því í gær Annie Kilner hefði ákveðið að slíta sambandi þeirra.
Þau hafa lengi verið gift og eiga þrjú börn saman en Kilner hefur fyrirgefið Walker ýmislegt.
Walker yfirgaf hana í stutta stund árið 2019 og barnaði þá Goodman en Kilner tók aftur við honum.
Walker var svo gómaður nokkrum sinnum við að halda framhjá Kilner og svo virðist sem hann hafi barnað Goodman aftur.
Goodman birtir á Instagram síðu sinni nöfn barnanna og bæði virðast bera eftirnafn Walker.