Marcus Rashford var sektaður fyrir að leggja ólöglega er hann hitti liðsfélaga sinn úr Manchester United á veitingastað í Manchester.
Rashford lagði ólöglega fyrir utan Juniper veitingastaðinn þar sem hann snæddi með Tyrell Malacia.
Rashford var sektaður um 60 pund, sem nemur rúmum tíu þúsund krónum.
Rashford hefur ekki verið að eiga sitt besta tímabil með United, en hann var frábær á því síðasta.