Ole Gunnar Solskjær prófaði Jadon Sancho í nýrri stöðu áður en sá fyrrnefndi var rekinn í nóvember 2021.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu en miðillinn fjallar um tíð Sancho hjá United í kjölfar þess að hann var lánaður til Dortmund. Tilkynnt var um lánið í dag.
Sancho gekk í raðir United sumarið 2021 á 73 milljónir punda en stóð aldrei undir væntingum. Solskjær var stjóri United á þeim tíma.
Skömmu áður en Solskjær var rekinn prófaði hann að spila með þriggja manna vörn á æfingum með Sancho í hægri vængbakverði.
Þessi taktík var aldrei notuð í leik og Sancho náði sem aldrei á strik.
Hann er lánaður til Dortmund út þessa leiktíð en þýska félagið hefur ekki kaupmöguleika.
Sancho hefur undanfarna mánuði átt í stríði við Erik ten Hag, stjóra United og ólíklegt að hann fái að spila undir stjórn Hollendingsins á nýjan leik.