Samkvæmt enskum götublöðum í dag er Arsenal að skoða það að kaupa Borja Mayoral framherja Getafe.
Mayoral ólst upp hjá Real Madrid en fann ekki taktinn þar og spilar nú í framlínu Getafe með Mason Greenwood.
Getafe er sagt tilbúið að selja Mayoral á 22 milljónir punda en Mikel Arteta leitar að framherja í liði Arsenal.
Ivan Toney hefur verið sterklega orðaður við liðið en Brentford vill fá um 100 milljónir punda fyrir enska framherjann.
Mayoral væri ódýrari kostur en óvíst er hvort Arsenal láti til skara skríða nú í janúar.