West Ham hefur áhuga á því að kaupa Albert Guðmundsson sóknarmann Genoa nú í janúar.
Sky Sports fjallar um málið en það er talið ólíklegt að Genoa sé tilbúið að selja hann í janúar.
Fjöldi liða vill kaupa Albert nú í janúar en taldar eru meiri líkur á því að hann fari næsta sumar.
Genoa er að selja Radu Dragusin til Tottenham og vill félagið ekki selja annan lykilmann í janúar.
Aston Villa, Inter, AC Milan og fleiri stórlið hafa verið orðuð við Albert síðustu vikur en hann hefur spilað frábærlega með Genoa í vetur.