Umboðsmaður Radu Dragusin var gapandi hissa þegar skjólstæðingur hans ákvað að semja ekki við FC Bayern.
Dragusin ákvað að fara til Tottenham og er mættur til London að semja við Tottenham.
Frá þessu segja fjölmiðlar á Ítalíu en Dragusin kemur til Tottenham fyrir 30 milljónir evra frá Genoa.
Dragusin hefur vakið mikla athygli en varnarmaðurinn frá Rúmeníu hefur verið öflugur í vörn Genoa.
Bayern lagði fram tilboð til Genoa í gær en hann hafnaði félaginu og valdi Tottenham.