Cole Palmer hefur greint frá því að hann hafi aldrei ætlað að fara frá Manchester City í sumar, félagið hafi hins vegar stillt honum upp við vegg.
Chelsea gekk frá kaupum á sóknarmanninum undir lok félagaskiptagluggans síðasta haust. Skipti þessa unga framherja vöktu athygli.
„Ég ætlaði aldrei að fara frá City, „segir Palmer sem hefur fengið mjög stórt hlutverk í liði City.
„Ég vildi fara á láni í eitt ár og koma til baka og vera klár í að vera lykilmaður hjá City,“ segir Palmer en þá setti félagið honum stólinn fyrir dyrnar.
„Félagið bannaði mér að fara á láni, mér var sagt að vera áfram eða ég yrði seldur.“
„Chelsea kom þá til sögunnar og ég var glaður að fara þangað. Ég er sáttur með þessa ákvörðun.“