Hátt settir menn í fótboltahreyfingunni í Sádi-Arabíu leitar nú að leikmönnum til að spila í þriðju efstu deild þar í landi.
Sádar létu heldur betur finna fyrir sér á leikmannamarkaðnum síðasta sumar og sóttu fjölda stórstjarna í efstu deild, ber þar hæst Cristiano Ronaldo. Vilja þeir hins vegar styrkja neðri deildirnar einnig.
Nú er komið að þriðju deildinni og er auglýst eftir leikmönnum.
Sádar vilja styrkja fótboltann hjá sér á öllum stigum hans og vilja hjálp frá evrópskum leikmönnum við það.