„Mér fannst kominn tími á nýjar áskoranir svo mér fannst þetta flottur tímapunktur,“ sagði Klara í stuttu samtali við 433.is í kvöld, en Klara hefur störf hjá Landhelgisgæslu Íslands 1. mars.
En var ákvörðunin erfið?
„Rosalega erfið. Þetta er að mörgu leyti draumastafið, þetta er mitt aðaláhugamál. En ég er sátt við þessa ákvörðun.“
Klara hefur verið hluti af knattspyrnuhreyfingunni mest allt sitt líf.
„Þetta er auðvitað aðeins lengra en þessi 30 ár því á undan var ég auðvitað leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður og framvegis. Þetta er bara búið að vera mikið ævintýri.“
Vanda Sigurgeirsdóttir er sömuleiðis að stíga til hliðar sem formaður KSÍ í febrúar. Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson hafa tilkynnt um framboð sitt um að verða næsti formaður. Klara segir bjarta tíma framundan í Laugardalnum.
„Það kemur maður í manns stað eins og á vellinum. Það verða einhverjar breytingar og þær verða vonandi til góðs,“ sagði Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ.