fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Jörundur Áki fagnar breytingum hjá KSÍ – „Við megum ekki sitja eftir“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 14:53

Jörundur Áki Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem heyrir undir Knattspyrnusvið og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Markmiðið er að taka virkan þátt í hraðri þróun knattspyrnunnar hvað varðar hugræna þætti, leikgreiningu og stafræna vinnslu. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn.

KSÍ þakkar FIFA fyrir þennan mikilvæga stuðning við þróun íslenskrar knattspyrnu og væntir mikils af verkefninu, sem felst m.a. í að hagnýta þá þekkingu sem er til staðar og búa til nýja þekkingu í samstarfi við háskólana í landinu til að halda áfram að þróa leikmenn og þjálfara okkar innan vallar jafnt sem utan vallar.

Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A landsliðs kvenna.
Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands.

Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ. „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera. FIFA styður við þannig verkefni í gegnum FIFA Talent Development Scheme (FIFA TDS) og þetta verkefni KSÍ er fjármagnað að fullu af FIFA TDS. Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar. Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gera allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“