Radu Dragusin miðvörður Genoa á Ítalíu hefur hafnað tilboði frá FC Bayern og er á leið til Tottenham.
Varnarmaðurinn knái kemur til Tottenham fyrir um 30 milljónir evra.
Dragusin hafði samið við Tottenham um kaup og kjör þegar Bayern lagði fram tilboð í gær en hann ákvað að hafna því.
Genoa fær Djed Spence bakvörð Tottenham á láni en hjá Genoa er Albert Guðmundsson skærasta stjarnan.
Dragusin er öflugur miðvörður en Tottenham hefur leitað eftir styrkingum í hjarta varnarinnar undanfarið.
🚨⚪️ Radu Dragusin to Tottenham, here we go! Agreement reached on package in excess of €30m after new bid overnight.
Spence joins Genoa on loan.
🤝🏻 Dragusin wanted Spurs and confirmed their agreement on personal terms despite Bayern bid.
SAGA OVER.
✈️ @TurkishAirlines pic.twitter.com/RMpK0vMXHf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 10, 2024