Arsenal getur ekki keypt Jorrel Hato, varnarmann Ajax nú í janúar eins og félagið hafði skoðað.
Þessi 17 ára hollenski varnarmaður hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í Hollandi.
Hann hefur spilað 40 leiki fyrir Ajax og verið fyrirliði í nokkrum þeirra.
Lög og reglur í Bretlandi koma hins vegar í veg fyrir það að Arsenal eða annað enskt lið geti reynt að kaupa Jorrel Hato nú í janúar.
Þannig segir í lögum að ekki sé hægt að fá leikmann sem er yngri en 18 ára til landsins en Hato fagnar 18 ára afmæli í mars.
Það er því búist við að Arsenal láti til skara skríða í sumar en Hato spilar mest sem miðvörður en einnig sem vinstri bakvörður.