Jadon Sancho er við það að ganga í raðir Borussia Dortmund á láni frá Manchester United. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Skiptin hafa legið í loftinu en eru nú að ganga í gegn. Sancho mun ferðast til Þýskalands síðar í dag og gangast undir læknisskoðun.
Dortmund mun borga um 4 milljónir evra í lánsfé og hluta af launum Sancho. Félagið mun ekki hafa kaupmöguleika í sumar.
Sancho hefur verið úti í kuldanum hjá United síðan í upphafi leiktíðar en hann á í stríði við stjórann Erik ten Hag.
Englendingurinn ungi hefur verið á mála hjá United síðan 2021, en hann kom einmitt frá Dortmund á 73 milljónir punda.
🚨🟡⚫️ Jadon Sancho to Borussia Dortmund, here we go! Deal in place between Man United and BVB on loan, NO buy option.
Understand Sancho can travel later today for medical.
BVB will cover part of the salary plus loan fee. €4m package.
Boarding completed ✈️ @TurkishAirlines pic.twitter.com/sExTKKBQwY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 10, 2024