Það vakti nokkra athygli í leik Wigan og Manchester United í enska bikarnum í gær þegar myndavélin var sett upp í stúku.
Þar var ungur drengur að reykja en hann var vopnaður rafsígarettu.
Netverjar voru agndofa og velta því fyrir sér hvað drengurinn er gamall.
12 year old Wigan Fan
“I’ll have a Cherry Cotton Candy Floss Vape for Christmas Mom”#FACup #wafc #MagicoftheVape 💨
— V🌎🏐 (@Veno1983) January 8, 2024
Flestir giska á að drengurinn ungi sé 12-14 ára gamall en hann reykti af mikilli yfirvegun og var ekki að gera þetta í fyrsta skiptið.
Rafsígarettur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár en varað hefur við skaðsemi þeirra af sérfræðingum.