Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Untied sat heima hjá sér og var nokkuð reiður þegar hann fylgdist með leik Manchester United og Wigan í enska bikarnum í gær.
Hann fór á Instagram og hraunaði yfir hornspyrnur United í leiknum. Manchester United er komið áfram í enska bikarnum eftir sigur á Wigan sem leikur í C-deildinni á útivelli í gær.
Sigur United var aldrei í hættu en liðið fór illa með færin sín í leiknum gegn slöku Wigan liði. Diogo Dalot skoraði eina markið í fyrri hálfleik en hann lagði knöttinn þá snyrtilega í netið.
Eina mark United í síðari hálfleik kom svo frá Bruno Fernandes af vítapunktinum en hann fiskaði spyrnuna sjálfur.
Scholes var hins vegar ekki sáttur og skrifaði. „Stutt horn eru algjör viðbjóður,“ skrifaði Scholes á Instagram um frammistöðu United.
Nokkrar stuttar hornspyrnur United í leiknum skiluðu engu og var þessi fyrrum leikmaður lítið hrifinn.