Liverpool er að skoða það að kaupa varnarmann en ekki er talið líklegt að félagið láti til skara skríða í janúar.
Samkvæmt Daily Mail var Liverpool hins vegar með útsendara sína í Portúgal á dögunum að skoða Antonio Silva varnarmann Benfica.
Silva er tvítugur miðvörður sem hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu og er byrjaður að festa sig í sessi í byrjunarliði í landsliði Portúgals.
Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes ræddu um Silva við Erik ten Hag sumarið 2022 og ráðlögðu honum að skoða það að taka hann.
Þeir hafa spilað með honum í landsliðinu og hafa miklar mætur á honum en nú gæti þessi ungi og efnilegi leikmaður farið til Liverpool.