Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins er 76 besta fótboltakona í heimi að mati Guardian og sérfræðinga þeirra.
Íþróttafréttamenn, þjálfarar og fyrrum leikmenn velja listann yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi.
Guardian opinberaði sæti 100 til 71 í dag og þar mátti finna Glódísi í 76. sæti listans.
Guardian segir að Glódís sé einn besti miðvörður í heimi, hún sé afar traust í vörn bæði Bayern og íslenska landsliðsins.
Bayern varð þýskur meistari á síðustu leiktíð en hún endaði í þriðja sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins sem opinberað var í síðustu viku.
Glódís hefur undanfarið verið orðuð við Barcelona en hún hefur átt afar farsælan feril hjá þýska félaginu.