Nemanja Matic vill burt frá franska félaginu Rennes og er farinn í verkfall.
Miðjumaðurinn reynslumikli, sem lék áður fyrir Chelsea og Manchester United, gekk í raðir Rennes frá Roma í sumar en honum og fjölskyldu hans líkar ekki lífið í norðvestur-Frakklandi.
Matic vill flytja sunnar en Lyon er að reyna að fá hann í sínar raðir. Lyon hefur verið í tómu tjóni á leiktíðinni og telur að Matic gæti hjálpað þeim.
Matic er búinn að tæma skápinn sinn í klefa Rennes og segja sig úr WhatsApp hópi leikmanna Rennes.