Timo Werner fer í læknisskoðun hjá Tottenham í dag eftir að hafa mætt til London í gærkvöldi og allt er því að verða klárt.
Þessi 27 ára gamli þýski framherji en hann kemur á láni og þá getur Tottenham keypt hann á 14,5 milljónir punda næsta sumar.
Werner þekkir vel til London en hann hátti erfiða dvöl hjá Chelsea áður en hann fór heim til Þýskalands.
Werner hefur svo ekki spilað mikið hjá Leipzig undanfarið og vildi fara til að reyna að komast í EM hóp Þýskalands.
Werner er snöggur og kraftmikill en hann hefur á sínum ferli átt í vandræðum með að klára færin sín.