Chelsea heimsótti Middlesbrough í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
Gestirnir frá London voru meira með boltann og sköpuðu sér meira í leiknum en það var hins vegar Boro sem fór með sterkan 1-0 sigur af hólmi.
Eina mark leiksins skoraði Hayden Hackney á 37. mínútu leiksins.
Boro leiðir því fyrir seinni leikinn sem fer fram eftir tvær vikur á Stamford Bridge.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Liverpool og Fulham en fyrri leikur þeirra er á Anfield annað kvöld.