Tottenham hefur mikinn áhuga á því að styrkja lið sitt í janúar enda hafa meiðsli haft mikil áhrif á hópinn.
Timo Werner er að koma á láni frá RB Leipzig en hann á að auka breiddina í sóknarleiknum.
Ange Postecoglou stjóri liðsins vill svo styrkja hjarta varnarinnar og eru tveir á lista.
Radu Dragusin varnarmaður Genoa er þar efstur á lista og eru viðræður í gangi þessa dagana.
Þá er Ko Itakura varnarmaður Borussia Monchengladbach ofarlega á blaði en Postecoglou reyndi að kaupa hann til Celtic á sínum tíma.
Itakura var áður í herbúðum Manchester City. Svona gæti byrjunarliðið hjá Tottenham litið út.