Manchester United er komið áfram í enska bikarnum eftir sigur á Wigan sem leikur í C-deildinni á útivelli í kvöld.
Sigur United var aldrei í hættu en liðið fór illa með færin sín í leiknum gegn slöku Wigan liði.
Diogo Dalot skoraði eina markið í fyrri hálfleik en hann lagði knöttinn þá snyrtilega í netið.
Eina mark United í síðari hálfleik kom svo frá Bruno Fernandes af vítapunktinum en hann fiskaði spyrnuna sjálfur.
United mætir Newport County eða Eastleigh í næstu umferð og fer sá leikur fram á útivelli í lok janúar.