Rauða spjaldið sem Mason Greenwood fékk í tapi Getafe gegn Rayo Vallecano á dögunum hefur verið dregið til baka.
Greenwood var brjálaður eftir að hans lið fékk ekki aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik og fékk hann rautt spjald fyrir viðbrögð sín og að segja dómaranum að „fara til fjandans.“
Getafe áfrýjaði spjaldinu með þeim rökum að Greenwood hafi tekið reiði sína út á dómaranum en aðeins sagt: „Fjandinn hafi það.“ Þetta hefur verið samþykkt af spænska knattspyrnusambandinu og Greenwood fer því ekki í bann.
Greenwood hefur verið mikið í umræðunni en hann er orðaður við Barcelona og Atletico Madrid þessa dagana eftir flotta frammistöðu á láni hjá Getafe frá Manchester United.