Mikel Arteta, stjóri Arsenal, virðist hafa rifið buxurnar sínar á óheppilegum stað í leiknum gegn Liverpool í enska bikarnum í gær.
Arsenal tók á móti Liverpool og þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa tapaði liðið 0-2. Það hefur lítið gengið upp hjá Arsenal undanfarið og nú er liðið úr leik í báðum bikarkeppnunum á Englandi.
Arteta hefur án efa verið pirraður í gær og ekki bætti úr skák þegar hann virtist rífa buxur sínar í miðjum leik.
Glöggir netverjar tóku eftir þessu og ensku miðlarnir vöktu athygli á því.
Mynd af þessu er hér að neðan.