„Allan minn feril var ég líklega að glíma við þunglyndi,“ segir Thierry Henry í nýju viðtali þar sem hann ræðir um líf sitt og baráttuna í gengum það.
Henry átti magnaðan feril en eftir að ferlinum lauk þá komst hann að því að andleg veikindi hefðu herjað á hann.
„Vissi ég af þessu? Nei en ég gerði ekkert í því. Ég hafði náð að venjast þessu.“
„Ég laug lengi og taldi samfélagið ekki vilja hlusta á mig.“
Henry segir svo frá því að þegar hann var að þjálfa í Bandaríkjunum fastur á meðan COVID veiran gekk yfir og hann hitti ekki börnin sín í eitt ár, þá. hafi hann brotnað niður.
„Þetta helltist allt yfir mig í einu,“ segir Henry sem leitaði sér hjálpar en hann segist hafa átt erfiða æsku.
„Ég vissi að ég væri að ljúga að sjálfum mér, ég leyfði bara tilfinningum mínum aldrei að fara þangað. Við reynum öll að hafa mikið að gera til að takast ekki á við vandamálin.“
„COVID kom ég fór að spyrja mig af hverju ég væri að hlaupa á undan vandamálum mínum, ég var einn í heilt ár og gat ekki hitt börnin mín.“
„Ég sat bara og grét, ég grét alla daga en ég var líklega að gráta fyrir litla Thierry Henry.“
Thierry Henry (EXCLUSIVE): „I Cried Every Single Day“, Dealing With Depression, My Childhood Trauma & Fighting For My Dad’s Love!
I had the pleasure of sitting down with one of the Gods of the game – Thierry Henry.
During our conversation, we discussed things that he’s never… pic.twitter.com/COSMAEvcvi
— Steven Bartlett (@StevenBartlett) January 8, 2024