Isabelle da Silva, eiginkona reynsluboltans Thiago Silva, birti mynd af svimandi háum reikningi þeirra frá veitingastað á laugardag.
Silva kom inn á og skoraði fyrir Chelsea 4-0 sigri á Preston í enska bikarnum á laugardag og eftir leik fór fjölskyldan út að borða.
Isabelle birti svo mynd af reikningi þeirra sem var upp á 900 pund, eða tæplega 160 þúsund íslenskar krónur.
„Hefðbundinn fjölskyldukvöldverður,“ skrifaði Isabelle með myndinni.
Á reikningnum mátti sjá að þau höfðu fengið sér Peking-önd, krabbafætur og fleira góðgæti.