fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Forráðamenn Real Madrid ætla að hjóla í Haaland ef Mbappe fer ekki að ákveða sig

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. janúar 2024 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Real Madrid ætla ekki að bíða lengi eftir ákvörðun frá Kylian Mbappe og eru með annað plan ef hann skrifar ekki undir.

Samningur Mbappe við PSG í Frakklandi rennur út eftir sex mánuði og er honum frjálst að semja við annað félag.

Real Madrid vill klára málið en félagið hélt að Mbappe væri að koma fyrir átján mánuðum.

Þá ákvað Mbappe að gera nýjan samning við PSG en nú hefur hann neitað að framlengja hann.

Mbappe segist enga ákvörðun hafa tekið og því eru forráðamenn Real Madrid farnir að skoða það að eltast við Erling Haaland.

Lengi hefur verið talað um að Haaland ætli sér til Real Madrid á einhverjum tímapunkti á ferlinum, það tækifæri gæti komið næsta sumar.

Erfitt verður að sannfæra City um að selja Haaland en Real Madrid togar oft fast í leikmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið