Forráðamenn Real Madrid ætla ekki að bíða lengi eftir ákvörðun frá Kylian Mbappe og eru með annað plan ef hann skrifar ekki undir.
Samningur Mbappe við PSG í Frakklandi rennur út eftir sex mánuði og er honum frjálst að semja við annað félag.
Real Madrid vill klára málið en félagið hélt að Mbappe væri að koma fyrir átján mánuðum.
Þá ákvað Mbappe að gera nýjan samning við PSG en nú hefur hann neitað að framlengja hann.
Mbappe segist enga ákvörðun hafa tekið og því eru forráðamenn Real Madrid farnir að skoða það að eltast við Erling Haaland.
Lengi hefur verið talað um að Haaland ætli sér til Real Madrid á einhverjum tímapunkti á ferlinum, það tækifæri gæti komið næsta sumar.
Erfitt verður að sannfæra City um að selja Haaland en Real Madrid togar oft fast í leikmenn.