Stjarnan ætlar sér að fá danska markvörðinn Mathias Rosenörn í sínar raðir á næstu dögum. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir frá þessu í Þungavigtinni.
Hinn þrítugi Rosenörn var á mála hjá Keflavík í fyrra og var einn af fáum ljósum punktum í liðinu, sem féll úr Bestu deildinni.
Stjarnan vill nú fá hann til að veita Árna Snæ Ólafssyni samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar í Garðabænum.
Þá segir í öðrum hlaðvarpsþætti, Dr. Football, að Stjarnan ætli sér að kynna til leiks nýjan danskan markvörð á næstunni. Ekki er tekið fram hver það er þar.