Timo Werner er á leið aftur í enska boltann og er að skrifa undir samning við Tottenham í efstu deild.
Frá þessu greina fjölmargir miðlar en Werner mun gera lánssamning við Tottenham út þessa leiktíð.
Werner þekkir aðeins til Englands en hann stóðst ekki væntingar hjá Chelsea á sínum tíma og hélt aftur til Þýskalands.
Werner er leikmaður RB Leipzig þar í landi en hann hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki í vetur.
Manchester United hafði einnig áhuga á þessum ágæta framherja en hann kýs frekar að snúa aftur til London.