Chelsea vann sannfærandi sigur á Preston í enska bikarnum í gær og er örugglega komið áfram eftir 4-0 sigur.
Það heillaði ekki sparkspekinginn Julien Laurens hjá ESPN sem lét Mauricio Pochettino og hans menn heyra það eftir lokaflautið.
Sigur Chelsea var í raun aldrei í hættu en Laurens er samt á því máli að frammistaðan hafi ekki verið sannfærandi.
Chelsea hefur ekki staðist væntingar á tímabilinu hingað til og situr um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni.
,,Enginn getur sagt mér að þetta lið sé að bæta sig, viku eftir viku, leik eftir leik, ég sé enga bætingu,“ sagði Pochettino.
,,Við erum í janúar 2024 og hann hefur verið hér síðan í júlí. Ég vil sjá eitthvað, bara eitthvað. Við sparkspekingarnir gætum spilað þarna, það var engin hreyfing á liðinu og enginn var að gera neitt með boltann.“
,,Hugsunin var bara að finna Sterling einhvern veginn. Bakverðirnir taka engan þátt í leiknum og það sama má segja um framherjana.“