Það gæti hljómað undarlega fyrir marga en markmaðurinn umdeildi Danny Ward gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.
Frá þessu greina enskir miðlar en Ward var mjög umdeildur á síðustu leiktíð er hann lék með Leicester í efstu deild.
Leicester féll með Ward í markinu og missti hann svo sæti sitt í liðinu á þessu tímabili en Sheffield United hefur áhuga á hans þjónustu.
Ward vill fá meiri spilatíma til að gera sér vonir um sæti í welska landsliðshópnum á EM 2024 í Þýskalandi.
Ward var allt annað en sannfærandi með Leicester síðasta vetur en gæti þó gert betur en Wes Foderingham sem er aðalmarkmaður Sheffield í dag.
Sheffield situr í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur Foderingham ekki þótt sannfærandi í leikjum liðsins.