Margir áhorfendur voru ansi pirraðir er þeir horfðu á leik Sunderland og Newcastle í enska bikarnum í gær.
Um er að ræða grannaslag en Newcastle hafði betur sannfærandi með þremur mörkum gegn engu.
Bæði lið ákváðu að klæðast aðaltreyjum sínum í leiknum og var oft erfitt að sjá muninn í sjónvarpi.
Í gegnum tíðina hefur annað liðið ávallt klæðst varatreyjunni sem gerir aðdáendum kleift að sjá mikinn mun á búningunum.
Að þessu sinni spiluðu liðin bæði í röndóttum treyjum en Newcastle með svartar rendur og Sunderland rauðar.