Það eru margir á því máli að fyrrum stjarnan Joey Barton sé búin að missa vitið eftir undarlega hegðun undanfarið.
Barton hefur verið á milli tannana á fólki á Englandi eftir að hafa líkt tveimur kvenkyns sparkspekingum við raðmorðingja.
Fyrir það vildi Barton meina að kvenmenn gætu ekki tjáð sig um karlaboltann og að um allt aðra íþrótt væri að ræða.
Gary Neville, einn vinsælasti sparkspekingur heims, gagnrýndi þessi ummæli Barton og var sá síðarnefndi ekki lengi að svara fyrir sig.
,,Gary, vertu rólegur eða ég geri út um þig líka. Ég veit að þeir borga launin þín og ég vil ekki þurfa að ganga frá þér,“ sagði Barton.
,,Hafðu áhyggjur af þeim 3758 hlutum sem þú ert með í gangi. Ég mun ákveða hvenær ég fer yfir strikið, ekki þú.“
Mynd af þessi tísti sem var síðar eytt má sjá hér fyrir neðan.