Liverpool er búið að kalla miðjumanninn Fabio Carvalho til baka úr láni frá RB Leipzig eins og kom fram í fréttum nýlega.
Carvalho stóðst ekki væntingar hjá Leipzig en spilaði þó alls 15 leiki í öllum keppnum í vetur.
Ólíklegt er að Liverpool muni nota Carvalho á þessu tímabili en annað enskt lið sýnir honum áhuga.
Blaðamaðurinn virti segir að Wolves vilji fá Carvalho á láni út tímabilið en hann myndi smellpassa inn í hópinn þar.
Carvalho er portúgalskur eins og margir aðrir leikmenn Wolves og gæti það verið kjörið tækifæri fyrir leikmanninn að komast aftur á beinu brautina.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem samdi við Liverpool 2022 eftir dvöl hjá Fulham.