Reykjavíkurmótið hér heima er farið af stað en tveir fjörugir leikir fóru fram í riðlakeppninni í dag.
Íslandsmeistarar Víkings gerðu fjögur mörk á Fylki sem veitti þó mótspyrnu í 4-2 sigri þeirra rauðklæddu.
Fylkir lenti 2-0 undir en tókst að jafna áður en Víkingar kláruðu leikinn í seinni hálfleik.
Í hinum leiknum áttust við Fjölnir og Leiknir R . en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli.
Víkingur R. 4 – 2 Fylkir
1-0 Helgi Guðjónsson
2-0 Danijel Dejan Djuric
2-1 Guðmundur Tyrfingsson
2-2 Stefán Gísli Stefánsson
3-2 Viktor Örlygur Andrason
4-2 Nikolaj Hansen
Fjölnir 2 – 2 Leiknir R.
0-1 Karan Gurung
1-1 Júlíus Mar Júlíusson
1-2 Omar Sowe
2-2 Jónatan Guðni Arnarsson