Newcastle ku vera að íhuga að reka þjálfara sinn Eddie Howe sem hefur gert ansi góða hluti á St. James’ Park.
Frá þessu greinir spænski miðillinn Marca en Newcastle er talið vera að horfa til Spánar og á lið Girona.
Michel er þjálfari Girona en hann hefur gert stórkostlega hluti og er liðið óvænt að berjast um toppsætið í La Liga.
Howe kom Newcastle í Meistaradeildina á síðustu leiktíð og fékk mikið hrós fyrir sín störf en gengið í vetur hefur verið fyrir neðan væntingar.
Newcastle situr í níunda sæti deildarinnar og hefur tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum.