Jordan Henderson ku vera að horfa á það að snúa aftur til Englands eftir stutta dvöl í Sádi Arabíu.
Frá þessu greina enskir miðlar en Henderson gerði samning við Al Ettifaq fyrir aðeins nokkrum mánuðum.
Enski landsliðsmaðurinn var áður hjá Liverpool og bar lengi fyrirliðaband liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Gengið í Sádi Arabíu hefur ekki verið gott hingað til en Henderson vinnur undir stjórn Steven Gerrard sem er annar fyrrum fyrirliði Liverpool.
Henderson er á risalaunum í Sádi og ljóst að hann myndi ekki fá sömu laun ef hann heldur aftur til Englands.