Það fóru fram nokkrir hörkuslagir í enska bikarnum í dag en fjölmargir leikir voru spilaðir á þessum laugardegi.
Nokkur úrvalsdeildarlioð voru í eldlínunni en Chelsea vann sitt verkefni örugglega 4-0 gegn Preston.
Matty Cash reyndist hetja Aston Villa sem mætti Middlesbrough og gerði eina markið í 1-0 útisigri.
Arnór Sigurðsson er heitur með Blackburn þessa dagana og skoraði er liðið vann 5-2 sigur á Cambridge.
Newcastle vann þá grannaslaginn gegn grönnum sínum í Sunderland örugglega, 3-0.
Chelsea 4 – 0 Preston
1-0 Armando Broja
2-0 Thiago Silva
3-0 Raheem Sterling
4-0 Enzo Fernandez
Middlesbrough 0 – 1 Aston Villa
0-1 Matty Cash
Blackburn 5 – 2 Cambridge United
0-1 Jack Lankester
1-1 Sammie Szmodics
1-2 Sullay Kaikai
2-2 Sammie Szmodics
3-2 Sammie Szmodics
4-2 Arnór Sigurðsson
5-2 Harry Leonard
Sunderland 0 – 3 Newcastle
0-1 Daniel Ballard (sjálfsmark)
0-2 Alexander Isak
0-3 Alexander Isak