Það eru þónokkrir Bandaríkjamenn sem hafa látið í sér heyra eftir að Guardian birti lista yfir 100 bestu fótboltamenn heims.
Enginn Bandaríkjamaður var valinn af Guardian en Erling Haaland er að þeirra mati besti leikmaður heims.
Haaland er leikmaður Manchester City en í öðru sæti er Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, og í þriðja sæti er Kylian Mbappe hjá PSG.
Leikmenn eins og Christian Pulisic, Timothy Weah og Weston McKennie komu ekki fyrir á listanum að þessu sinni.
Það hefur pirrað þónokkra Bandaríkjamenn sem vilja flestir meina að Pulisic eigi klárlega heima á listanum yfir 100 bestu leikmenn heims.
Pulisic er leikmaður AC Milan í dag og hefur staðið sig ágætlega þar en hann var áður hjá Chelsea og Dortmund.