Paulo Dybala, leikmaður Roma, var um tíma einn efnilegasti leikmaður Serie A er hann var á mála hjá Juventus.
Dybala leikur í dag með Roma á Ítalíu og hefur staðið sig með prýði eftir að hafa samið í fyrra.
Lið á Englandi eru orðuð við Dybala sem er svo sannarlega fáanlegur að sögn blaðamannsins virta Fabrizio Romano.
Dybala er með kaupákvæði í samningi sínum upp á 10 milljónir punda og er það boð sem Roma þyrfti að samþykkja.
Argentínumaðurinn er aðeins þrítugur en hann verður samningslaus hjá Roma á næsta ári.
Áhugasöm lið hafa þó ekki langan tíma en klásúlan er aðeins virk þar til 15. janúar næstkomandi.