Manchester United er samkvæmt fréttum á Englandi í dag að skoða það að styrkja stöðu vinstri bakvarðar nú í janúar.
Segja ensk blöð að United sé nú að skoða það að gera tilboð í Miguel Gutierrez, vinstri bakvörð Girona á Spáni.
Girona hefur slegið í gegn á Spáni á þessu tímabili og þar hefur Gutierrez verið frábær.
United var með Sergio Reguillon á láni frá Tottenham á fyrir hluta tímabilsins en er búið að senda hann til baka.
Erik ten Hag hefur áhuga á Gutierrez en hann er sóknarsinnaður og er Ten Hag sagður telja hann styrkja United mikið.
Gutierrez ólst upp hjá Real Madrid en hefur fundið taktinn sinn í Katalóníu.