Wayne Rooney var á dögunum rekinn sem stjóri enska B-deildarliðsins Birmingham. Sonur hans, Kai, kom honum til varnar í einkaskilaboðum á samfélagsmiðlum en þeim hefur verið lekið.
Rooney tók við Birmingham í haust og þá var liðið í sjötta sæti ensku B-deildarinnar. Var John Eustace mjög óvænt rekinn til að koma Rooney að.
Undir stjórn Rooney vann Birmingham aðeins tvo af fimmtán leikjum sínum og situr nú í 20. sæti. Manchester United goðsögnin var því rekinn.
Hinn 14 ára gamli Kai telur ósanngjarnt að pabbi sinn hafi ekki fengið meiri tíma og þá hjólar hann í nokkra leikmenn Birmingham í einkaskilaboðunum á Instagram sem var lekið.
„Ég veit að hann stóð sig ekki frábærlega en stundum þarf að skella skuldinni á leikmenn einnig. Guð minn góður, þessir leikmenn eru ömurlegir. Markvörðurinn er í ofþyngd og miðverðirnir eru glataðir,“ sagði Kai meðal annars.
Kai sagði þá að pabbi sinn hefði átt að fá einn félagaskiptaglugga með liðinu. Þar hafi hann ætlað að sækja tólf leikmenn, þar af tólf úr ensku úrvalsdeildinni. Einn þeirra er Raul Jimenez, framherji Fulham.
Hér að neðan má sjá og hlusta á skilaboðin.
Wayne Rooney’s son has criticised Birmingham’s players on Instagram… 😅😅
pic.twitter.com/MrGdnBvjQg— The Second Tier (@secondtierpod) January 2, 2024