Arnar Gunnlaugsson var kjörinn þjálfari ársins á hófi sem sýnt var beint á RÚV í gærkvöldi. Þar var Íþróttamaður ársins og fleiri verðlaun opinberuð.
Arnar átti magnað síðasta ár í þjálfun þar sem Víkingur varð Íslands og bikarmeistari í knattspyrnu karla.
Ræða Arnars byrjaði á því að hrósa Víkingum og hvernig félagið stóð með honum þegar það gekk ekkert alltof vel.
Í lok ræðunnar bað hann svo ófríska unnustu sína, Maríu Builien Jónsdóttur um að standa upp. María er ófrísk af öðru barni þeirra og fékk mikið klapp þegar hún stóð upp.
„María konan mín er í salnum, það er lítil Víkingsstelpa í mallakútnum á henni. Stattu upp og láttu fólkið fagna þér,“ sagði Arnar í ræðu sinni og María stóð upp og fékk dynjandi lófaklapp.
Arnar sló svo á létta strengi en hann hefur stundum lent í því að tala aðeins af sér í viðtölum og þurft að biðjast afsökunar.
„Að baki hverra sterkra manna er sterk kona, eða núna árið 2024 segi ég sterkan maka. Ég nenni ekki að lenda í því að biðjast afsökunar á Facebook eins og síðustu 3-4 ár,“ sagði Arnar léttur.